Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:48 Nancy Pelosi klappar eftirminnilega fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir stefnuræðu hans í fyrra. Þá voru demókratar nýteknir við meirihluta í fulltrúadeildinni. Vísir/Getty Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira