Vísbendingar um að hópar vasaþjófa frá Rúmeníu herji á ferðamenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 10:02 Ferðamenn við Geysi. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45
Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51