Sport

Sherrock tryggði sér sæti á opna breska

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fallon Sherrock, leggið nafnið á minnið.
Fallon Sherrock, leggið nafnið á minnið. Vísir/Getty

Fallon Sherrock, sem komst í fréttirnar eftir ótrúlegt gengi á heimsmeistaramótinu í pílu, tryggði sér í dag sæti á opna breska meistaramótinu í pílu sem fram fer í mars.

BBC greindi frá.

Komst hún í gegnum undankeppni þar sem fleiri en 200 tóku þátt. Hin 25 ára gamla Sherrock lagði Stuart White í úrslitaleik um laust sæti á opna breska. Úrslitaleikurinn varð aldrei spennandi en Sherrock vann öruggan 5-1 sigur.

Alls eru því tvær konur sem munu taka þátt á mótinu en hin er Lisa Ashton. 

Opna breska er eitt af stóru pílumótum ársins og fyrrum sigurvegarar eru til að mynda Phil Taylor, Michael van Gerwen og Peter Wright, kallaður Snakebite.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×