Sara Björk um að vinna Meistaradeildina: Sá stóri hefur verið markmiðið mitt í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 13:00 Sara Björk Gunnarsdottir á ekki góðar miningar frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Wolfsburg þar sem hún meiddist mjög illa. Getty/Boris Streubel Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020 Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali á síðu kvennaliðs Olympique Lyon í tilefni af því að úrslit Meistaradeildin eru að hefjast í vikunni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Olympique Lyon eru þremur leikjum á níu dögum frá því að vinna Meistaradeildina en það yrði þá fimmta árið í röð sem Lyon yrði besta lið Evrópu. Þetta er hins vegar fyrsta tímabil Söru Bjarkar með Lyon og hún hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Næst komst hún því vorið 2018 með Wolfsborg en meiddist þá illa í úrslitaleiknum sem Lyon vann í framlengingu. #TropheeVeolia pic.twitter.com/EPtiwhpA8H— OL Féminin (@OLfeminin) August 15, 2020 Sara Björk Gunnarsdóttir var tekin í viðtal á Twitter síðu kvennaliðs Olympique Lyon nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta er sá stóri. Það hefur verið markmið mitt í mörg ár að vinna hann en það hefur ekki tekist hjá mér ennþá,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Sara er nýbyrjuð að spila með Lyon en vann sinn fyrsta titil á dögunum þegar liðið vann franska bikarinn. Sara hefur verið mjög sigursæl á sínum ferli en vantar enn að vinna Meistaradeildina. „Vonandi tekst mér að vinna hann í ár en það er erfiður leikur fram undan á móti Bayern München,“ sagði Sara Björk. Lyon mætir Bayern München í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Sara Björk ætti að þekkja Bayern stelpurnar mjög vel eftir að hafa keppt mörgum sinnum við þær á síðustu árum með liði Wolfsburg. „Þetta verður krefjandi leikur en við höfum spilað tvo góða leiki saman og nú er bara að einbeita okkur að Meistaradeildinni,“ sagði Sara Björk á ensku en sá sem tók viðtalið þýddi það síðan yfir á frönsku eins og sjá má hér fyrir neðan. La réaction de Sara Bjork Gunnarsdottir après #OLJuveLes réactions complètes sont à retrouver sur OLPLAY https://t.co/xMIxuezFj6 pic.twitter.com/xtiYnbU8B4— OL Féminin (@OLfeminin) August 16, 2020
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira