Sportpakkinn: Mourinho skáldlegur í lýsingum sínum á krefjandi stöðu Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 17:30 Jose Mourinho á æfingu Tottenham fyrir leikinn á móti RB Leipzig. Getty/Justin Setterfield Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Tottenham liðið er í lífsháska, hangandi á svölunum á fjórðu hæð, samkvæmt skáldlegri lýsingu knattspyrnustjórans JoseMourinho og nú er annaðhvort að gefast upp og detta eða halda áfram að klifra. Arnar Björnsson skoðaði það sem portúgalski stjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn.Tottenham spilar í kvöld fyrri leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikur kvöldsins fer fram á TottenhamHotspur leikvanginum í London. JoseMourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, vonar að mótherjarnir í Meistaradeildinni í kvöld , Leipzig, vanmeti Lundúnaliðið.Spurs spilar án Harry Kane og Son Heung-min en þeir hafa skorað 33 af mörkum liðsins í vetur. Son skoraði tvisvar í 3-2 sigri á Aston Villa á sunnudag og Mourinho reiknar ekki með því að hann spili meira á leiktíðinni. Hann er búinn að skora 16 mörk í vetur, 14 í úrvals- og meistaradeildinni auk þess að skila 8 stoðsendingum. Harry Kane meiddist á nýársdag en þá var hann búinn að skora 11 mörk í 20 deildarleikjum og 17 mörk alls í vetur.Leipzig er í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og í framlínunni er Timo Werner, í 31 leik í vetur er hann búinn að skora 25 mörk og er undir smásjá margra liða sem hafa fjármagn til að freista hans frá Leipzig. Í kvöld mætast tveir ólíkir knattspyrnustjórar, Mourinho sem marga fjöruna hefur sopið og Julian Nagelsmann sem er 25 árum yngri og þykir einn sá efnilegasti í fótboltanum. JoseMourinho er mikið ólíkindatól og fer oft á kostum á blaðamannafundum og var skáldlegur í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um fundinn og það sem Portúgalinn sagði. Undir stjórn Mourinho hefur Tottenham ekki tapað í sjö síðustu leikjum, unnið fimm þeirra. Eftir þrjá sigra í úrvalsdeildinni í röð er Spurs í 5. sæti. „Þegar við komum vorum við á -12. hæð. Við tókum stigann og byrjum að klifra en þegar við vorum nýlagðir af stað brotnaði stiginn. Við lentum í basli þegar við reyndum að komast ofar. Aftur fundum við leið og byrjuðum að klifra, mikil vinna og þrotlaus barátta en fikruðum okkur ofar og ofar,“ sagði JoseMourinho og hélt áfram: „Eftir 11 þrep og 11 hæðir, héldum við áfram og áfram og komust á fjórðu hæðina. Þangað ætluðum við að komast en þá kom einhver og tók af okkur stigann og þess vegna erum við í vandræðum. En við erum hangandi á svölunum á fjórðu hæðinni og eigum tvo möguleika,“ sagði JoseMourinho. „Annar möguleikinn er að gefast upp og detta og venjulega bíður ekkert nema dauðinn því fallið er hátt af fjórðu hæðinni. Hinn kosturinn er að nýta það sem við höfum og berjast, við erum stigalausir og notum því hendurnar. Við verðum því á svölunum og berjumst með það sem við höfum,“ sagði JoseMourinho. Leikur Tottenham og RB Leipzig hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefsrt á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.15 en eftir leikina verður líka farið yfir gang mála. Leikur Atalanta og Valencia verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en hann hefst klukkan 20.00. Klippa: Sportpakkinn: Skáldlegur Mourinho
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira