Segja að Liverpool fái aldrei 2014 titilinn af þvi að félagið braut líka af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Steven Gerrard getur gleymt því að fá enska meistaratitilinn frá 2014 á silfurfati. Getty/AMA/Corbis Draumur Liverpool manna og þá sérstaklega Steven Gerrard um að hann verði enskur meistari virðist enn einu sinni orðinn að engu. Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota um reksturs fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016 fóru spekingar að búast við því að þessi brot gætu einnig þýtt það að City myndi missa Englandsmeistaratitilinn frá árinu 2014. Liverpool missti titilinn frá sér á lokasprettinum þetta ár og endaði að lokum tveimur stigum á eftir Manchester City. Missi Manchester City þennan titil ætti hann að fara til liðsins í öðru sæti sem var Liverpool. Það á auðvitað margt eftir að gerast hvað varðar dóm UEFA og Manchester City ætlar að áfrýja og berjast hatramlega á móti honum. Stevie G might not be getting that winners' medal after all https://t.co/US2eG84gYD— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 18, 2020 Svo langt var umræðan komin um hugsanlegan Englandsmeistaratitil Liverpool að Steven Gerrard tjáði sig aðeins um málið. Steven Gerrard lék í sautján ár hjá Liverpool en varð aldrei enskur meistari. Hann hefur aldrei verið nærri titlinum en einmitt vorið 2014 en slæm mistök hans í næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea voru Liverpool liðinu afar dýrkeypt. Það er þá betra en ekkert að fá gullpeninginn sinn sex árum of seint en aldrei. Steven Gerrard getur samt sleppt því að búa til pláss fyrir hann í verðlaunaskápnum. The Times skrifaði nefnilega frétt um að Liverpool hafi einnig brotið af sér og því verði ekkert að því að Liverpool fái þennan 2014 titil á silfurfati. Það er eitt að enska úrvalsdeildin taki titil af félagi og svo allt annað að láta annað lið fá hann sem hefur ekki heldur hreinan skjöld.. Um er að ræða svokallað „spygate“ þar sem Liverpool var sakað um að hafa brotist inn í gagnagrunn Manchester City yfir leikmenn sem félagið er að skoða. Liverpool var ekki dæmt fyrir þetta brot sitt en félögin sömdu um bætur utan dómstóla. Talið er að Liverpool hafi greitt City eina milljón punda til að bæta fyrir njósnirnar. Liverpool mun því fagna nítjánda meistaratitli sínum en ekki þeim tuttugasta seinna á þessu tímabili. Enski boltinn Tengdar fréttir Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 „Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Draumur Liverpool manna og þá sérstaklega Steven Gerrard um að hann verði enskur meistari virðist enn einu sinni orðinn að engu. Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota um reksturs fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016 fóru spekingar að búast við því að þessi brot gætu einnig þýtt það að City myndi missa Englandsmeistaratitilinn frá árinu 2014. Liverpool missti titilinn frá sér á lokasprettinum þetta ár og endaði að lokum tveimur stigum á eftir Manchester City. Missi Manchester City þennan titil ætti hann að fara til liðsins í öðru sæti sem var Liverpool. Það á auðvitað margt eftir að gerast hvað varðar dóm UEFA og Manchester City ætlar að áfrýja og berjast hatramlega á móti honum. Stevie G might not be getting that winners' medal after all https://t.co/US2eG84gYD— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 18, 2020 Svo langt var umræðan komin um hugsanlegan Englandsmeistaratitil Liverpool að Steven Gerrard tjáði sig aðeins um málið. Steven Gerrard lék í sautján ár hjá Liverpool en varð aldrei enskur meistari. Hann hefur aldrei verið nærri titlinum en einmitt vorið 2014 en slæm mistök hans í næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea voru Liverpool liðinu afar dýrkeypt. Það er þá betra en ekkert að fá gullpeninginn sinn sex árum of seint en aldrei. Steven Gerrard getur samt sleppt því að búa til pláss fyrir hann í verðlaunaskápnum. The Times skrifaði nefnilega frétt um að Liverpool hafi einnig brotið af sér og því verði ekkert að því að Liverpool fái þennan 2014 titil á silfurfati. Það er eitt að enska úrvalsdeildin taki titil af félagi og svo allt annað að láta annað lið fá hann sem hefur ekki heldur hreinan skjöld.. Um er að ræða svokallað „spygate“ þar sem Liverpool var sakað um að hafa brotist inn í gagnagrunn Manchester City yfir leikmenn sem félagið er að skoða. Liverpool var ekki dæmt fyrir þetta brot sitt en félögin sömdu um bætur utan dómstóla. Talið er að Liverpool hafi greitt City eina milljón punda til að bæta fyrir njósnirnar. Liverpool mun því fagna nítjánda meistaratitli sínum en ekki þeim tuttugasta seinna á þessu tímabili.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 „Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
„Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30