Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2020 15:27 Málið á hendur Ríkisútvarpinu ohf var stílað á Sunnu Valgerðardóttur fréttamann og Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóra. Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað, það hafi valdið umbjóðanda sínum slíku tjóni að það verið að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir. Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ríkisútvarpið var sýknað í máli Sjanghæ á Akureyri á hendur stofnuninni, þeim Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni fráfarandi útvarpsstjóra. Dómur var kveðinn upp klukkan þrjú í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Farið var fram á þrjár milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings auk þess sem krafist var formlegrar afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu vegna þess. Dómnum verður líklega áfrýjað Sævar Þór Jónsson lögmaður Rosita YuFan Zhang, eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir þetta vissulega vonbrigði. En hann gerir ráð fyrir því að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. „En svona er þetta. Aldrei neitt öruggt. En þetta er það mikilvægt mál að við teljum að það verði að láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi. Þessi fréttaflutningur hefur leitt til mikils tjóns fyrir umbjóðanda okkar.“ Sævar Þór segist ekki vera búinn að lúslesa dóminn en honum sýnist sem svo að þar sé byggt á því að talið er að heimildir hafi verið fullnægjandi til að byggja fréttina á. Dómarinn leggi talsvert upp úr nýlegum dómafordæmum Mannréttindadómstólsins um tjáningarfrelsi. „Það hefur verið mikil umfjöllun um nálgun í ýmsum málum. Og má segja að afstaða dómsstóla hefur breyst að verulegu leyti gagnvart þessum málaflokki.“ Grunur um mansal ekki á rökum reistur Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.
Akureyri Dómsmál Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17