Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 22:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, Vísir. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að sex sekúndna langt myndband sem birt hefur verið á netinu af aðgerðum lögreglu segi ekki alla söguna í málinu. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum, myndskeiðin birt og jafnvel hefur lögreglumaðurinn sem átti í hlut verið nafngreindur.Sjá einnig: Maður um tvítugt líklega kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Ásgeir segir að í myndböndum lögreglu sem sýna allar aðgerðir lögreglu, sem tóku um 30 til 40 mínútur, sjáist að áverkar mannsins hafi þegar verið sýnilegir þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði verið kölluð til vegna hópslagsmála í Bankastrætinu og voru fjórir handteknir vegna málsins. Ásgeir segir ljóst að lögreglumaðurinn sem sést í myndbrotinu hafi beitt lægsta stigi valdbeitingar, skipunum. Hann hafi beðið aðilann um að leggjast niður en samkvæmt hinum handtekna var honum slengt niður í jörðina með þeim afleiðingum að brotnaði upp úr tönnum mannsins og er hann talinn líklega kjálkabrotinn. „Þó að læknir skrifi það í skýrslu og hafi eftir einhverjum þarf það ekki að vera sannleikur,“ segir Ásgeir og bætir við að á upptökum úr búkmyndavélum sjáist greinilega lögreglumaðurinn veitti manninum engin högg né hafi hann slengt honum í marmaragólfið líkt og hann hefur haldið fram. Ásgeir segir ekki hægt að fullyrða um hvort maðurinn hafi hlotið áverkana í hópslagsmálunum á Bankastrætinu en segir að hér sanni búkmyndavélarnar gildi sitt. Segir hann einnig að aðilar sem birtast á myndbandinu mættu sumir skammast sín fyrir þau fúkyrði sem voru látin flakka.Sjá einnig: Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglumaðurinn, sem spilað hefur knattspyrnu í efstu deild Íslandsmótsins hefur verið nafngreindur og segir Ásgeir að orðspor hans hafi verið dregið eftir svaðinu. „Hann hefur verið nafngreindur, liðið sem hann spilar fyrir hefur verið nefnt og minnt á að hann sé samningsbundinn leikmaður,“ segir Ásgeir og bætir við að fjölskylda lögreglumannsins hafi einnig verið dregin inn í málið. „Við höfum þegar hist og fundað um málið. Þegar svona kemur upp þá höldum við utan um hvorn annan,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í samtali við Vísi.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira