Ætlar að fara í öll útibú á höfuðborgarsvæðinu til að fá myntinni skipt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 19:00 Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira