HSÍ og KKÍ fá samtals 18 milljónum minna úr Afrekssjóði í ár Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2020 18:00 HSÍ sendi lið á stórmót í janúar þegar EM í handbolta fór fram. vísir/EPA Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér. Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Sjá meira
Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Sjá meira