Svona var fyrsti blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 16:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson fóru yfir stöðu mála á blaðamannafundinum. Vísir/Vilhelm Boðað var til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundurinn hófst klukkan 16:30 og var bæði í beinni útsendingu hér á Vísi sem og textalýsingu í vaktinni. Fundurinn fór fram í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð. Þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fjölluðu stuttlega um stöðu mála eins og hún blasir við í dag, þróun síðustu daga og hvaða áherslur séu til grundvallar í aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Að því er segir í tilkynningu var tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að góðri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings. Verða slíkir fundir haldnir reglulega á meðan útbreiðsla veirunnar heldur áfram. Upptöku af útsendingu Vísis má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og vaktin svo þar fyrir neðan.
Boðað var til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundurinn hófst klukkan 16:30 og var bæði í beinni útsendingu hér á Vísi sem og textalýsingu í vaktinni. Fundurinn fór fram í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð. Þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fjölluðu stuttlega um stöðu mála eins og hún blasir við í dag, þróun síðustu daga og hvaða áherslur séu til grundvallar í aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Að því er segir í tilkynningu var tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að góðri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings. Verða slíkir fundir haldnir reglulega á meðan útbreiðsla veirunnar heldur áfram. Upptöku af útsendingu Vísis má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og vaktin svo þar fyrir neðan.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira