Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 15:59 Mimi Haleyi þegar hún mætti til að bera vitni í máli Weinstein í janúar. AP/Mark Lennihan Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51