Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 15:59 Mimi Haleyi þegar hún mætti til að bera vitni í máli Weinstein í janúar. AP/Mark Lennihan Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mimi Haleyi, ein kvennanna sem sakaðir Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi, segist þakklát fyrir á hana hafi verið hlustað og henni trúað eftir að kvikmyndaframleiðandinn áhrifamikli var dæmdur fyrir brot gegn henni og annarri konu í New York í gær. Weinstein á allt að 29 ára fangelsisdóm yfir höfuð sér. Kviðdómur dæmdi Weinstein sekan um brot gegn Haleyi og annarri konu en sýknaði hann af alvarlegustu ákæruliðunum sem hefðu getað þýtt lífstíðarfangelsi. Sex konur báru vitni um að Weinstein hefði misnotað þær við réttarhöldin. Haleyi, sem er fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakaði Weinstein um að hafa þvingað sig til munnmaka árið 2006. Hún lýsti dómnum yfir honum sem miklum létti í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í morgun. „Ég held að við séum að fá fræðslu um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba kynferðisofbeldis. Þetta eru ekki alltaf ókunnugir. Oft er þetta einhver sem manneskjan þekkir og því fylgir nýtt lag til að vinna úr,“ sagði hún. Lögmenn Weinstein héldu því fram fyrir dómi að kynferðislegt samband hans við konunnar hefði verið með vilja þeirra. Hann neitaði allri sök. Weinstein var fluttur á fangadeild sjúkrahúss eftir að dómurinn var kveðinn upp í gær vegna hjartsláttarónota og hás blóðþrýstings. Refsing hans verður ákvörðuð 11. mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti notaði dóminn yfir Weinstein til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á blaðamannafundi á Indlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn í dag. Weinstein hefur í gegnum tíðina safnað fé fyrir frambjóðendur Demókrataflokksins. „Hann var manneskja sem ég kunni ekki við. Fólkið sem líkaði við hann voru demókratarnir. Michelle Obama elskaði hann. Elskaði hann. Hillary Clinton elskaði hann“ fullyrti Trump við blaðamenn. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump sjálfan um kynferðisofbeldi eða áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur hafnað öllum ásökununum þrátt fyrir að á gamalli upptöku sem skaut aftur upp kollinum í kosningabaráttunni árið 2016 hafi hann heyrst stæra sig af því að hann gæti ráðist á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og nauðgun Kvikmyndaframleiðandinn var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákæruliðunum. 24. febrúar 2020 16:51