Heilsugæsla í höftum Guðbrandur Einarsson skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun