Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 10:16 Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur gagnrýnt bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu harðlega fyrir að fylgja þeim ekki eftir. AP/Mike Segar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. Bretland, Frakkland og Þýskaland gáfu út í gær að Bandaríkin hefðu ekki rétt á því að beita sérstöku ákvæði í kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið ríkið frá samkomulaginu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Í samkomulaginu var ákvæði um að ef Íran væri ekki að framfylgja því væri hægt að beita öllum fyrri þvingunum gegn Íran aftur, að formlegri beiðni eins aðildarríkis. Ríkisstjórn Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að einangra Írana á nýjan leik. Í gær fór Pompeo á fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hélt því fram að Bandaríkin væru enn aðilar að samkomulaginu. Því höfnuðu Evrópuríkin áðurnefndu alfarið. Rússar hafa sömuleiðis sagt aðgerðir Pompeo „fáránlegar“. Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Þrátt fyrir það lagði Pompeo fram formlega kröfu um að þvingunum yrði beitt gegn Íran á nýjan leik og er útlit fyrir frekari deilur milli Bandaríkjanna annars vegar og Bretlands, Frakklands og Þýskalands hins vegar. Pompeo gagnrýndi í leiðinni þessi ríki og sagði þau hafa tekið sér stöðu með æðstuklerkum Íran. „Aðgerðir þeirra ógna íbúum Írak, Jemen, Líbanon, Sýrlandi og þeirra eigin borgurum,“ sagði Pompeo. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu ekki reyna að sefa leiðtoga Íran og myndu leiða baráttuna gegn þeim, samkvæmt frétt Guardian. Einangrun Bandaríkjanna í málefnum Íran var augljós í síðustu viku þegar öryggisráðið greiddi atkvæði um að framlengja vopnasölubann gagnvart Íran, sem rennur út í október. Eina ríkið sem studdi Bandaríkin í þeirri atkvæðagreiðslu var Dóminíska lýðveldið. Grateful to the Dominican Republic for standing with the United States and voting to extend the arms embargo on Iran at the @UN Security Council. We appreciate their support as we work to prevent Iran from gaining access to new and powerful weapons. pic.twitter.com/SfWWSA31PJ— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 21, 2020 Pompeo sagði þá að það væru mikil mistök að framlengja vopnasölubannið ekki áfram og ítrekaði að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íran að kaupa eða selja hefðbundin vopn eins og skriðdreka, samkvæmt frétt BBC. Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og byrjuðu að beita eigin þvingunum gegn Íran hefur samkomulagið verið nærri því að liðast upp en Evrópuríkin hafa reynt að halda því virku. Yfirvöld í Íran hafa þó hætt að framfylgja nokkrum skilyrðum samkomulagsins, vegna einhliða aðgerða Bandaríkjanna. Til að mynda eru Íranir að framleiða meira auðgað úran en þeim er leyfilegt samkvæmt samkomulaginu. Það úran er hægt að nota bæði til orkuframleiðslu og í kjarnorkuvopn. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar virkjuðu sjálfir í byrjun ársins ágreiningsákvæði samkomulagsins vegna aðgerða Írana, með því markmiði að þvinga þá til að fylgja skilmálum þess á nýjan leik. Það ferli er enn í gangi en gæti að endingu leitt til þess að ríkin beiti Íran öllum eldri þvingunum á nýjan leik. Bandaríkin Íran Bretland Frakkland Þýskaland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Skutu eldflaugum á eftirlíkingu af bandarísku skipi Íranska byltingarvarðliðið skaut í morgun eldflaug á eftirlíkingu af flugmóðurskipi á Hormuzsundi. Æfingin þykir til þess gerð að ögra Bandaríkjamönnum. 28. júlí 2020 20:00 Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. Bretland, Frakkland og Þýskaland gáfu út í gær að Bandaríkin hefðu ekki rétt á því að beita sérstöku ákvæði í kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið ríkið frá samkomulaginu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Í samkomulaginu var ákvæði um að ef Íran væri ekki að framfylgja því væri hægt að beita öllum fyrri þvingunum gegn Íran aftur, að formlegri beiðni eins aðildarríkis. Ríkisstjórn Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að einangra Írana á nýjan leik. Í gær fór Pompeo á fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hélt því fram að Bandaríkin væru enn aðilar að samkomulaginu. Því höfnuðu Evrópuríkin áðurnefndu alfarið. Rússar hafa sömuleiðis sagt aðgerðir Pompeo „fáránlegar“. Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Þrátt fyrir það lagði Pompeo fram formlega kröfu um að þvingunum yrði beitt gegn Íran á nýjan leik og er útlit fyrir frekari deilur milli Bandaríkjanna annars vegar og Bretlands, Frakklands og Þýskalands hins vegar. Pompeo gagnrýndi í leiðinni þessi ríki og sagði þau hafa tekið sér stöðu með æðstuklerkum Íran. „Aðgerðir þeirra ógna íbúum Írak, Jemen, Líbanon, Sýrlandi og þeirra eigin borgurum,“ sagði Pompeo. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu ekki reyna að sefa leiðtoga Íran og myndu leiða baráttuna gegn þeim, samkvæmt frétt Guardian. Einangrun Bandaríkjanna í málefnum Íran var augljós í síðustu viku þegar öryggisráðið greiddi atkvæði um að framlengja vopnasölubann gagnvart Íran, sem rennur út í október. Eina ríkið sem studdi Bandaríkin í þeirri atkvæðagreiðslu var Dóminíska lýðveldið. Grateful to the Dominican Republic for standing with the United States and voting to extend the arms embargo on Iran at the @UN Security Council. We appreciate their support as we work to prevent Iran from gaining access to new and powerful weapons. pic.twitter.com/SfWWSA31PJ— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 21, 2020 Pompeo sagði þá að það væru mikil mistök að framlengja vopnasölubannið ekki áfram og ítrekaði að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íran að kaupa eða selja hefðbundin vopn eins og skriðdreka, samkvæmt frétt BBC. Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og byrjuðu að beita eigin þvingunum gegn Íran hefur samkomulagið verið nærri því að liðast upp en Evrópuríkin hafa reynt að halda því virku. Yfirvöld í Íran hafa þó hætt að framfylgja nokkrum skilyrðum samkomulagsins, vegna einhliða aðgerða Bandaríkjanna. Til að mynda eru Íranir að framleiða meira auðgað úran en þeim er leyfilegt samkvæmt samkomulaginu. Það úran er hægt að nota bæði til orkuframleiðslu og í kjarnorkuvopn. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar virkjuðu sjálfir í byrjun ársins ágreiningsákvæði samkomulagsins vegna aðgerða Írana, með því markmiði að þvinga þá til að fylgja skilmálum þess á nýjan leik. Það ferli er enn í gangi en gæti að endingu leitt til þess að ríkin beiti Íran öllum eldri þvingunum á nýjan leik.
Bandaríkin Íran Bretland Frakkland Þýskaland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Skutu eldflaugum á eftirlíkingu af bandarísku skipi Íranska byltingarvarðliðið skaut í morgun eldflaug á eftirlíkingu af flugmóðurskipi á Hormuzsundi. Æfingin þykir til þess gerð að ögra Bandaríkjamönnum. 28. júlí 2020 20:00 Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu stoppa ekki fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25
Skutu eldflaugum á eftirlíkingu af bandarísku skipi Íranska byltingarvarðliðið skaut í morgun eldflaug á eftirlíkingu af flugmóðurskipi á Hormuzsundi. Æfingin þykir til þess gerð að ögra Bandaríkjamönnum. 28. júlí 2020 20:00
Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27
Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47