Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og siðferði fjárfestinga Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. ágúst 2020 12:30 Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun