Nýja snjóhengjan Jóhannes Þór Skúlason skrifar 21. ágúst 2020 14:30 Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar