Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 19:50 Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún. Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún.
Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira