Nýr garðskáli byggður við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður. Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður.
Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira