Forsetinn formlega tilnefndur af Repúblikanaflokknum Andri Eysteinsson skrifar 24. ágúst 2020 22:05 Trump steig á svið í Charlotte í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira