Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 16:44 Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. AP/Alex Brandon Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira