Giannis í hóp með Jordan, Olajuwon, Garnett og Robinson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 23:00 Giannis Antetokounmpo er fyrsti leikmaður Milwaukee Bucks í 36 ár sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. getty/Ashley Landis Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni. NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Giannis Antetokounmpo, leikmaður Milwaukee Bucks, fékk yfirburðakosningu í valinu á besta varnarmanni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mike Budenholzer tilkynnti Antetokounmpo þetta að viðstöddum leikmönnum og starfsfólki Milwaukee á mánudaginn. Í gær gaf NBA-deildin það svo formlega út að Grikkinn hefði verið valinn varnarmaður ársins. The 2019-20 #KiaDPOY is @Giannis_An34! #NBAAwards pic.twitter.com/lhzlxAc4yR— NBA (@NBA) August 25, 2020 Antetokounmpo fékk 432 stig í kjörinu. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, kom næstur með 200 stig. Rudy Gobert, miðherji Utah Jazz, varð í 3. sæti með 187 stig en hann var valinn varnamaður ársins 2018 og 2019. Antetokounmpo átti hvað stærstan þátt í að Milwaukee var með besta varnarlið NBA í vetur. Hann tók 13,6 fráköst að meðaltali í leik og mótherjar Milwaukee voru aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu þegar Antetokounmpo var næsti varnarmaður við þá. Gríski landsliðsmaðurinn er aðeins annar leikmaður Milwaukee sem er valinn varnarmaður ársins í NBA. Sidney Moncrief var sá fyrsti til að hljóta verðlaunin tímabilið 1982-83. Hann fékk þau aftur tímabilið 1983-84. Antetokounmpo var valinn verðmætasti leikmaður NBA á síðasta tímabili (MVP). Hann er aðeins sá fimmti í sögu deildarinnar sem er bæði valinn verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn. Hinir fjórir eru Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Kevin Garnett og David Robinson. Giannis Antetokounmpo is the 5th player to win both NBA MVP and NBA DPOY in a career, joining Kevin Garnett, Hakeem Olajuwon, Michael Jordan and David Robinson. As a reminder, the Defensive Player of the Year has only been awarded since the 1982-83 season. pic.twitter.com/GYTdH9JJlG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2020 Jordan og Olajuwon eru þeir einu sem hafa verið valdir verðmætasti leikmaður NBA og besti varnarmaðurinn á sama tímabilinu. Antetokounmpo bætist væntanlega í þann hóp en yfirgnæfandi líkur er á að hann verði valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins 2019-20. Antetokounmpo og félagar í Milwaukee mættu ekki til leiks gegn Orlando Magic í kvöld í mótmælaskyni.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira