Ásdís endaði magnaðan feril með mögnuðum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 12:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud með sínu fólki eftir lokamótið en myndin er af fésbókarsíðu hennar. Mynd/Fésbókin Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020 Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn