„Kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 12:45 Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason hafa leikið lykilhlutverk í ótrúlegum árangri íslenska landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/GETTY Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Þetta sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var rætt um tímabundna breytingu á reglum FIFA sem geri félagsliðum kleift að banna leikmönnum að fara í landsleiki í Þjóðadeildinni í september, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví vegna leikjanna. Slíkt ætti að óbreyttu við Gunnar Nielsen, aðalmarkvörð FH, og Valsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu sem báðir hafa verið valdir í færeyska landsliðið. Valur ætti sömuleiðis rétt á að banna Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni að ferðast til Belgíu með íslenska landsliðinu, og Víkingur gæti bannað Kára Árnasyni það sama, verði þeir í landsliðshópnum sem Erik Hamrén tilkynnir á morgun. „Í hverju erum við að fara að lenda hérna? Leikmenn vilja klárlega spila með landsliði sínu, og ég ætla að vona að þeir vilji líka spila með félagsliði sínu. Það þarf að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær. Mikilvægir leikir í húfi FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september og myndi Gunnar að óbreyttu missa af þeim leik vegna sóttkvíar. Valur mætir HK í bikarleik sama dag, og 13. september mætast Valur og Víkingur í Pepsi Max-deildinni. Íslensku og færeysku landsliðsmennirnir gætu misst af þessum leikjum. „Fyrir mér er það ósköp einfalt að ef ég væri að þjálfa FH, Val eða Víking, þar sem leikmenn eru sem gætu verið valdir, þá kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni. Það er mjög leiðinlegt að segja það, en bæði FH og Valur eru að fara í 8-liða úrslitin í bikarnum þarna, í öllum tilvikum eru þetta lykilmenn, og fyrir mér kæmi ekki til greina að hleypa þeim,“ sagði Davíð. Atli Viðar Björnsson benti á að menn vonuðust eftir því að viðræður á milli félaganna og KSÍ gætu skilað viðunandi niðurstöðu, með frestun leikja í huga. „Það er nú ekkert brjálæðislega mikið af dögum eftir [sem lausir eru fyrir leiki],“ sagði Davíð, og Guðmundur skaut því að að kannski ætti KSÍ að hætta við þau áform að öllum leikjum Íslandsmótsins þurfi að vera lokið 1. desember. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Þjóðardeildarreglan
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Valur Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. 26. ágúst 2020 14:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti