"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 19:30 „Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
„Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira