Braskari allra landsmanna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 21:45 Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Íslenskir bankar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar