Murray skoraði 50 stig þegar Denver tryggði sér oddaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppninni. getty/Kevin C. Cox Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020 NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020
NBA Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira