Murray skoraði 50 stig þegar Denver tryggði sér oddaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppninni. getty/Kevin C. Cox Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020 NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira