Þvertók fyrir að vera grófur en var svo hent úr húsi fyrir ljótt brot á Luka Doncic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Marcus Morris brýtur á Luka Doncic í leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks í gær. Hann var rekinn af velli fyrir brotið. getty/Kevin C. Cox Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers. NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Marcus Morris var sendur í sturtu þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA með sigri á Dallas Mavericks í nótt, 97-113. Clippers vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Denver Nuggets eða Utah Jazz í næstu umferð. Morris var mikið milli tannanna á fólki eftir fimmta leik Clippers og Dallas. Hann steig þá á vinstri fót Luka Doncic, besta manns Dallas, en hann er einmitt meiddur á þeim fæti. Eftir leikinn svór Morris af sér allar sakir og sagðist ekki hafa reynt að meiða Doncic. „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Morris á Twitter eftir fimmta leikinn sem Clippers vann, Morris sýndi það þó ekki beint í verki í leiknum í gær að hann væri ekki grófur leikmaður. Hann var nefnilega rekinn af velli undir lok 1. leikhluta fyrir ljótt brot á Doncic. Slóveninn snöggreiddist og ætlaði að hjóla í Morris en var stöðvaður af samherjum sínum. Marcus Morris was given a flagrant 2 and was ejected for this foul on Luka Doncic. pic.twitter.com/Cr7iTOegJe— SportsCenter (@SportsCenter) August 30, 2020 „Þetta var hræðilegt brot,“ sagði Doncic eftir leikinn. „Hann gerði eitthvað svona í tveimur leikjum í röð. Ég vildi trúa því að brotið í síðasta leik hefði ekki verið viljaverk en þegar þú lítur á brotið í þessum leik er augljóst hvað mér finnst. Ég vil ekki eiga við svona leikmenn. Áfram veginn.“ Sem fyrr var Morris sakleysið uppmálað þótt hann viðurkenndi að hann hefði átt skilið að fá brottvísun. „Þeir urðu að gera þetta. Þetta var hörkueinvígi og hart barist. Ég vil bara ekki að fólk rugli því að spila fast saman við það að reyna að meiða einhvern. Ég held að Tim Hardaway hafi brotið mjög harkalega á Paul George í síðasta leik en það var ekki litið sömu augum,“ sagði Morris sem skoraði níu stig áður en hann var rekinn af velli. Óhætt er að segja að Morris hafi komið mikið við sögu í einvíginu gegn Dallas. Í fyrsta leik liðanna var Kristpas Porzingis sendur í sturtu eftir að hafa brugðist illa við eftir að Morris greip í hálsinn á Doncic. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var Doncic með 31 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði m.a. eftirminnilega sigurkörfu í fjórða leik Dallas og Clippers.
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira