Brothættar byggðir – full neikvætt heiti á verkefni Hjalti Þórðarson skrifar 1. september 2020 11:30 Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun