Fyrirliði Hauka ætlar ekki að spila með liðinu í vetur en er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 16:00 Haukur Óskarsson í leik með Haukaliðinu á móti Njarðvík á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Haukur Óskarsson, fyrirliði Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta, ætlar ekki að spila með liðinu á komandi tímabili. Skórnir eru þó ekki komnir upp á hillu. Haukur Óskarsson hefur spilað með Haukaliðinu frá árinu 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan þá. Haukur var með 8,1 stig og 2,3 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð en skoraði 13,0 stig í leik á tímabilinu á undan. Haukar sögðu frá ákvörðun Hauks á miðlum sínum og birtu stutt viðtal við hann á fésbókarsíðu Haukana. „Mér gafst tækifæri til stækka rekstur á fjölskyldufyrirtæki sem ég hef tekið þátt í́ síðustu fjögur árin og sá pakki er stærri og tímafrekari en mig grunaði. Ég tók því þá́ erfiðu ákvörðun í sameiningu við Hauka að vera á́ hliðarlínunni þar til reksturinn er kominn betur af stað. Ég stefni á að byrja aftur þegar ég get gefið mig 100% í boltann og hlakka mikið til,“ sagði Haukur. Haukur er fæddur árið 1991 og er því enn bara 29 ára gamall. Hann ætti því að eiga mörg ár eftir í boltanum og snýr því vonandi aftur sem fyrst. Haukur Óskarsson er fjórði leikjahæsti leikmaður Hauka í úrvalsdeild karla með 194 leiki en aðeins Jón Arnar Ingvarsson, Ívar Ásgrímsson og Pétur Ingvarsson hafa náð því að spila tvö hundruð úrvalsdeildarleiki fyrir félagið. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur fyrir Hauka í úrvalsdeild en Haukur. Hauki vantar 28 þrista til að taka metið af Pálmari Sigurðssyni. Haukur er einnig sjötti stigahæsti leikmaður félagsins og sá fimmti stoðsendingarhæsti auk þess að vera í sjötta sæti í fráköstum og stolnum boltum. Haukur Óskarsson dregur sig í hlé Haukur Óskarsson fyrirliði Haukaliðsins hefur ákveðið að draga sig í hlé vegna anna...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 1. september 2020 Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Haukur Óskarsson, fyrirliði Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta, ætlar ekki að spila með liðinu á komandi tímabili. Skórnir eru þó ekki komnir upp á hillu. Haukur Óskarsson hefur spilað með Haukaliðinu frá árinu 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan þá. Haukur var með 8,1 stig og 2,3 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð en skoraði 13,0 stig í leik á tímabilinu á undan. Haukar sögðu frá ákvörðun Hauks á miðlum sínum og birtu stutt viðtal við hann á fésbókarsíðu Haukana. „Mér gafst tækifæri til stækka rekstur á fjölskyldufyrirtæki sem ég hef tekið þátt í́ síðustu fjögur árin og sá pakki er stærri og tímafrekari en mig grunaði. Ég tók því þá́ erfiðu ákvörðun í sameiningu við Hauka að vera á́ hliðarlínunni þar til reksturinn er kominn betur af stað. Ég stefni á að byrja aftur þegar ég get gefið mig 100% í boltann og hlakka mikið til,“ sagði Haukur. Haukur er fæddur árið 1991 og er því enn bara 29 ára gamall. Hann ætti því að eiga mörg ár eftir í boltanum og snýr því vonandi aftur sem fyrst. Haukur Óskarsson er fjórði leikjahæsti leikmaður Hauka í úrvalsdeild karla með 194 leiki en aðeins Jón Arnar Ingvarsson, Ívar Ásgrímsson og Pétur Ingvarsson hafa náð því að spila tvö hundruð úrvalsdeildarleiki fyrir félagið. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur fyrir Hauka í úrvalsdeild en Haukur. Hauki vantar 28 þrista til að taka metið af Pálmari Sigurðssyni. Haukur er einnig sjötti stigahæsti leikmaður félagsins og sá fimmti stoðsendingarhæsti auk þess að vera í sjötta sæti í fráköstum og stolnum boltum. Haukur Óskarsson dregur sig í hlé Haukur Óskarsson fyrirliði Haukaliðsins hefur ákveðið að draga sig í hlé vegna anna...Posted by Haukar körfubolti on Þriðjudagur, 1. september 2020
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira