Denver fullkomnaði endurkomuna með því að vinna oddaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2020 08:03 Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver Nuggets gegn Utah Jazz. getty/Mike Ehrmann Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira