Sæstrengur í óskilum Starri Reynisson skrifar 2. september 2020 14:00 Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Þriðji orkupakkinn Orkumál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðasta sumar komst fátt annað en þriðji orkupakkinn að í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Umræðan var bæði löng og hávær, endalaus uppspretta gífuryrða, dylgja og samsæriskenninga. Miðflokkurinn hélt Alþingi í gíslingu svo vikum skipti. Margt var fullyrt sem átti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum og fjölmörgum dómsdagsspám varpað fram. Í dag er eitt ár liðið frá því að þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi og því vel við hæfi að líta aðeins um öxl og skoða hvort eitthvað hafi ræst úr þeim spádómum. Því var ítrekað haldið fram að samþykkt þriðja orkupakkans myndi færa yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Hingað myndi koma embættismaður að utan til að sjá um eftirlit með íslenskum orkumarkaði, svokallaður “landsreglari”. Ekkert bólar á þessum embættismanni, eftir sem áður sér Orkustofnun um innlent eftirlit, rammaáætlun er enn í gildi og Alþingi hefur enn ákvörðunarvaldið þegar kemur að virkjanaframkvæmdum. Lagning sæstrengs er annað þeirra atriða sem mest var hamrað á. Ýmsir fullyrtu að yrði þriðji orkupakkinn samþykktur yrðu íslensk stjórnvöld tilneydd til að leggja sæstreng til meginlands Evrópu. Það er álitamál hvort slík framkvæmd væri jákvæð eða ekki, gott og vel, en umræðan um sæstreng er enn ekkert meira en umræða. Hún hefur lítið þróast eða breyst á síðasta árinu þrátt fyrir samþykkt orkupakkans og ekkert bólar á strengnum. Þá eru mýmörg dæmi um aðra spádóma Miðflokksins og fylgitungla hans sem ekki hafa ræst. Landsvirkjun hefur ekki verið seld, rafmagnsreikningar landsmanna hafa ekki rokið upp úr öllu valdi, matvælaverð hefur ekki hækkað umfram almenna verðlagsþróun og engar atvinnugreinar hafa lagst niður vegna samþykktar þriðja orkupakkans. Umræða byggð á staðreyndum er forsenda heilbrigðrar ákvarðanatöku. Víða um heim hefur þó orðið þróun í gangstæða átt, stjórnmálamenn og flokkar sem virða staðreyndir að vettugi og skrumskæla sannleikann til að auka eigin áhrif hafa skotið upp kollinum og náð að hasla sér völl. Umræðan um orkupakkann sýnir svart á hvítu að við höfum ekki farið varhluta af þeirri þróun. Kjósendur ættu að varast snákaolíuna sem slíkir stjórnmálamenn munu reyna að selja í kosningunum að ári. Höfundur er forseti Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun