Jakob og Helgi framlengja en DiNunno kemur ekki til KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 14:35 Mike DiNunno kemur ekki aftur til KR. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu tímabilið 2018-19. vísir/daníel Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon munu taka slaginn með Íslandsmeisturum KR í vetur. Mike DiNunno verður hins vegar ekki með KR í titilvörninni á næsta tímabili. Jafnaldrarnir Jakob og Helgi (fæddir 1982) hafa skrifað undir eins árs samning við KR líkt og hinn ungi Veigar Áki Hlynsson. Þá sömdu þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Þorvaldur Orri Árnason til tveggja ára við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar KR. Jakob sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil eftir áratug í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann skoraði 12,6 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni á síðasta tímabili. „Það er mjög ánægjulegt að Jakob og Helgi ætli að taka eitt ár í viðbót. Það var líka ánægjulegt að skrifa undir samninga við ungu strákana okkar sem munu taka við keflinu af þeim sem eru að stíga sín síðustu spor,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Jakob Örn Sigurðarson ætlar að ljúka ferlinum með KR.vísir/bára DiNunno, sem samdi við KR í vor, verður ekki áfram í Vesturbænum en samningi hans var rift. Samkvæmt umboðsmanni DiNunnos, Manuel Capicchiono, hefur hann fundið sér nýtt félag í Evrópu. DiNunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, lék með KR seinni hluta tímabilsins 2018-19 og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hann átti að koma aftur til KR í mars síðastliðnum og klára síðasta tímabil með liðinu en ekkert varð af því vegna meiðsla og svo var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. DiNunno samdi við svo KR í vor en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu í vetur. Aðspurður hvort KR væri búið að semja við bandarískan leikmann og/eða Bosman-leikmann vildi Böðvar lítið segja. „Nei, það er ekkert komið ennþá. Menn eru bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Það er enginn útlendingur kominn til landsins. Við erum bara að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði“ sagði Böðvar. Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari KR en hann tók við af Inga Þór Steinþórssyni sem var sagt upp í vor. Dominos-deild karla KR Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon munu taka slaginn með Íslandsmeisturum KR í vetur. Mike DiNunno verður hins vegar ekki með KR í titilvörninni á næsta tímabili. Jafnaldrarnir Jakob og Helgi (fæddir 1982) hafa skrifað undir eins árs samning við KR líkt og hinn ungi Veigar Áki Hlynsson. Þá sömdu þeir Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Þorvaldur Orri Árnason til tveggja ára við KR. Þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleiksdeildar KR. Jakob sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil eftir áratug í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann skoraði 12,6 stig og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deildinni á síðasta tímabili. „Það er mjög ánægjulegt að Jakob og Helgi ætli að taka eitt ár í viðbót. Það var líka ánægjulegt að skrifa undir samninga við ungu strákana okkar sem munu taka við keflinu af þeim sem eru að stíga sín síðustu spor,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Jakob Örn Sigurðarson ætlar að ljúka ferlinum með KR.vísir/bára DiNunno, sem samdi við KR í vor, verður ekki áfram í Vesturbænum en samningi hans var rift. Samkvæmt umboðsmanni DiNunnos, Manuel Capicchiono, hefur hann fundið sér nýtt félag í Evrópu. DiNunno, sem er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, lék með KR seinni hluta tímabilsins 2018-19 og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslandsmeistari. Hann átti að koma aftur til KR í mars síðastliðnum og klára síðasta tímabil með liðinu en ekkert varð af því vegna meiðsla og svo var tímabilið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. DiNunno samdi við svo KR í vor en nú er ljóst að hann leikur ekki með liðinu í vetur. Aðspurður hvort KR væri búið að semja við bandarískan leikmann og/eða Bosman-leikmann vildi Böðvar lítið segja. „Nei, það er ekkert komið ennþá. Menn eru bara að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Það er enginn útlendingur kominn til landsins. Við erum bara að skoða markaðinn og sjá hvað er í boði“ sagði Böðvar. Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari KR en hann tók við af Inga Þór Steinþórssyni sem var sagt upp í vor.
Dominos-deild karla KR Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira