Áttatíu prósent atvinnuleysi hjá flóttamönnum með dvalarleyfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 21:28 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“ Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“
Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira