Áttatíu prósent atvinnuleysi hjá flóttamönnum með dvalarleyfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 21:28 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“ Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“
Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira