Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 19:10 Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira