Sanders segir Biden þurfa að gera meira Sylvía Hall skrifar 13. september 2020 20:55 Bernie Sanders hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden og tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vísir/EPA Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump. Biden sé í góðri stöðu en þurfi að draga fram önnur stefnumál í sviðsljósið. „Við verðum að gefa fólki ástæðu til þess að kjósa Joe Biden. Joe er með afgerandi afstöðu varðandi efnahagsmál, og ég held að við ættum að tala meira um það en við höfum gert til þessa,“ sagði Sanders í samtali við MSNBC. Hann telur Biden vera í hættu á að tapa kosningunum ef hann fer ekki að beina sjónum sínum að öðru en Trump. Hann þyrfti til að mynda að höfða betur til kjósenda af rómönskum-amerískum uppruna og ungra kjósenda. „Þú ert með stóran hóp af ungu fólki og fólki af rómönskum-amerískum uppruna sem gæti jafnvel ekki farið á kjörstað. Þau eru ekki að fara að kjósa Donald Trump, svo mikið er víst, en þau gætu líka sleppt því að kjósa,“ sagði Sanders og bætti við að það væri mikilvægt að skoða hvernig ætti að koma þeim hópum á kjörstað. Í viðtali á PBS á föstudag sagði Sanders að það væri alls ekki borðleggjandi að Biden færi með sigur af hólmi í nóvember. Hann hefur einnig bent á að stuðningsmenn Trump virðast almennt spenntari fyrir kosningunum en stuðningsmenn Biden. Michael Bloomberg. Milljarðaframlag frá Bloomberg Á meðal þeirra ríkja sem skipta hvað mestu máli í kosningunum er Flórída-ríki. 29 af þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra kosningarnar eru í því ríki, en aðeins Kalifornía og Texas hafa fleiri kjörmenn. Ekki þykir jafnt tvísýnt um úrslit þar, enda Kalifornía löngum verið ríki Demókrata og Texas Repúblikana. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins, hefur heitið því að styrkja kosningabaráttu Biden í ríkinu um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 13,6 milljarða íslenskra króna. Í samtali við Reuters sagði ráðgjafi Bloomberg að það væri mikilvægast að sigra í þeim ríkjum þar sem báðir frambjóðendur ættu möguleika á sigri. „Mike Bloomberg er staðráðinn í því að hjálpa til við að sigra Trump, og það gerist í barátturíkjunum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22