Hver á að greiða fyrir orkuskiptin? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 14. september 2020 11:00 Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Orkumál Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ungt par keypti sér íbúð í fjöleignahúsi fyrir 1 ári síðan. Þegar unga parið ákvað að takast á við þessa miklu fjárfestingu var vitað að ráðast þyrfti í viðgerð á fjöleignarhúsinu og því myndi fylgja aukinn kostnaður. Þau ákváðu samt sem áður að festa sér íbúðina og fóru jafnframt í þónokkrar framkvæmdir á íbúðinni umfram þær viðgerðir sem þau vissu að þyrfti að gera á húsinu sjálfu. Einsýnt var að hagkvæmast var að bíða ekki með það að takast á við viðgerðina á húsinu þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts var af vinnu iðnaðarmanna við verkið, átakið „Allir vinna“ skipti sköpum og það munar um minna í svona stórframkvæmd. Í júní samþykkti meirihluti Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Aðdragandi þessarar lagasetningar var sá að félags- og barnamálaráðherra lagði málið fram í desember 2019, það fór svo til Velferðarnefndar til umfjöllunar. Nefndin fjallaði um málið og fékk til sín gesti. Það var svo afgreitt úr nefnd og inn í þingsal til annarrar umræðu. Á þeim tímapunkti var ljóst að þessi lagasetning myndi verða íþyngjandi fyrir stóran hóp fólks, bæði unga og aldna. Í umræðum um málið voru nokkur atriði sem stóðu upp úr og sérstaklega verður að taka til kostnaðar sem lendir á öllum íbúum búsettum í fjöleignahúsinu, hvort sem þeim líka betur eða verr. Þetta frumvarp er þannig úr garði gert að það getur haft í för með sér verulega óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Það er allt of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og getur orðið til þess að ósætti skapast á milli íbúðareigenda. Það er óskýrt hvað felst í því orðalagi að hægt sé að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“ og sömuleiðis er sagt að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“, hversu lág eða há er sú þóknun? Vissulega er markmið frumvarpsins að liðka fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum. Ef stefnt er að aukinni rafbílavæðingu er vissulega mikilvægt að fjölga hleðslumöguleikum og auka aðgengi að hleðslubúnaði. Þessi leið sem lögfest var að meirihluta Alþingis er ekki besta leiðin til þess að ná því markmiði og furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hleypt þessu máli í gegn. Ríkið hefði svo auðveldlega geta staðið fyrir styrkjum til uppsetningar hleðslubúnaðar til þeirra íbúa landsins sem búa í fjöleignahúsum og hyggjast aka um á rafbílum, hægt hefði verið að fara í samvinnu við orkufyrirtæki og fleiri aðila á hverjum stað frekar en að leggja kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar á aðra íbúa fjöleignahúsa, nóg er nú samt. Til að draga þetta saman og að upphafi greinarinnar, unga parið sem festi kaup á íbúð í fjöleignahúsinu sér nú fram á að þurfa að reiða fram umtalsverða fjármuni vegna þess að setja á upp hleðslubúnað við fjöleignahúsið, hvort sem þeim líka betur eða verr og verst er að það eru fleiri í sömu sporum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun