YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 19:39 YouTube hefur kynnt til sögunnar Shorts, sem hefur í raun sömu virknu og TikTok. Getty/Avishek Das/Mateusz Slodkowski Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok. Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok.
Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42