Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 23:17 Stuðningsmenn Trump fagna komu hans á fjöldafundinn. AP Photo/Andrew Harnik Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. Þetta er fyrsti fjöldafundurinn sem Trump heldur innanhúss síðan í júní þegar hann hélt fjöldafund í Tulsa í Oklahoma sem vakti gríðarlega mikla athygli og var harðlega gagnrýndur. Þar var varla farið eftir sóttvarnareglum og var samkomunni í kjölfarið kennt um fjölda kórónuveirusmita sem komu upp hjá fundargestum. Donald Trump Bandaríkjaforeti talar við fundargestina sem sátu beint fyrir aftan hann og voru í mynd.AP Photo/Andrew Harnik Á fundinum í Las Vegas, sem haldinn var í gærkvöldi, var varla neinn fundargesta með grímur – það er – engir nema þeir sem sátu fyrir aftan forsetann og áttu von á því að vera í mynd, sem rata myndi í sjónvarp, samkvæmt fréttaflutningi AP. Þeim var gert að bera grímur en engum þeirra sem sátu í salnum fyrir framan forsetann var það skylt. „Við munum ekki loka landinu aftur. Lokun myndi eyðileggja líf og drauma milljóna Bandaríkjamanna,“ sagði Trump og bætti við: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni.“ Hann minntist ekkert á dánartíðni Covid-19 en nærri 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist þegar þessi frétt er skrifuð og um þúsund til viðbótar deyja dag hvern. Í kjölfar fjöldafundarins í Tulsa ákvað kosningateymi Trump að breyta fyrirkomulaginu en Trump og kosningateymi hans voru harðlega gagnrýnd í kjölfar fundarins. Til þess var gripið að halda smærri fundi utandyra. Fundirnir hafa þó orðið fjölmennari á undanförnum vikum og hefur félagsforðun ekki verið viðhöfð og fáir borið grímur fyrir vitum. Grímulausir fundargestir á fjöldafundinum í Las Vegas í gær.AP Photo/Andrew Harnik Á sunnudag var ákveðið að halda aftur inn og segja starfsmenn Trump það vera vegna þess hve heitt hefur verið í Nevada undanfarna daga. Allir fundargestir voru hitamældir við komu og hvattir til að bera grímur en fáir gerðu það eins og áður segir. Síðan í maí hefur verið fimmtíu manna samkomutakmark í Nevada, samkvæmt tilmælum frá Hvíta húsinu. Steve Sisolak, ríkisstjóri Nevada, sagði í yfirlýsingu rétt áður en fundurinn hófst að Trump „væri kærulaus og sjálfselskur í ákvörðunum sínum sem stefndu lífi óteljandi Nevadabúa í hættu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Faraldurinn setur svip sinn á minningarathafnir um hryðjuverkin 11. september Minningarathafnir um hryðjuverkaárásirnar 11. september í Bandaríkjunum hafa farið fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar enn. 11. september 2020 15:14