Draga úr framleiðslu PS5 vegna vandræða Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 09:01 Höfuðstöðvar Sony í Bandaríkjunum. EPA/John G. Mabanglo Forsvarsmenn fyrirtækisins Sony er sagðir hafa neyðst til þess að draga úr framleiðslu Playstation 5 leikjatölvunnar vegna framleiðsluörðugleika. Samkvæmt heimildum Bloomberg verða um ellefu milljónir tölva framleiddar á þessu uppgjörsári hjá Sony, sem endar í mars, og var þeim fækkað um fjórar milljónir. Samkvæmt Bloomberg hefur gengið hægt að framleiða nýja örflögu fyrir tölvuna. Búist er við því að tölvan verði gefin út fyrir þessi jól. Microsoft, helsti keppinautur Sony, tilkynnti nýverið að nýjast kynslóð Xbox leikjatölvunnar myndi rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Sony hefur þó enn varist allra fregna um útgáfudag og verð PS5. Það gæti þó breyst í dag þar sem Sony ætlar að halda kynningu varðandi PS5. Sú kynning á að hefjast klukkan átta annað kvöld. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Sony ætlaði ekki að framleiða nema sex milljónir tölva á þessu uppgjörsári. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og aukin tölvunotkun samhliða faraldrinum leiddi þó til þess að þeim áætlunum var breytt og ákveðið að framleiða fleiri tölvur. PlayStation 5 Showcase broadcasts live this Wednesday at 1pm Pacific Time: https://t.co/W4gkVp7pdv pic.twitter.com/Nn33RT0yki— PlayStation (@PlayStation) September 12, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Kynning Sony er á morgun en ekki í dag, eins og stóð fyrst. Leikjavísir Sony Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Sony er sagðir hafa neyðst til þess að draga úr framleiðslu Playstation 5 leikjatölvunnar vegna framleiðsluörðugleika. Samkvæmt heimildum Bloomberg verða um ellefu milljónir tölva framleiddar á þessu uppgjörsári hjá Sony, sem endar í mars, og var þeim fækkað um fjórar milljónir. Samkvæmt Bloomberg hefur gengið hægt að framleiða nýja örflögu fyrir tölvuna. Búist er við því að tölvan verði gefin út fyrir þessi jól. Microsoft, helsti keppinautur Sony, tilkynnti nýverið að nýjast kynslóð Xbox leikjatölvunnar myndi rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Sony hefur þó enn varist allra fregna um útgáfudag og verð PS5. Það gæti þó breyst í dag þar sem Sony ætlar að halda kynningu varðandi PS5. Sú kynning á að hefjast klukkan átta annað kvöld. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Sony ætlaði ekki að framleiða nema sex milljónir tölva á þessu uppgjörsári. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og aukin tölvunotkun samhliða faraldrinum leiddi þó til þess að þeim áætlunum var breytt og ákveðið að framleiða fleiri tölvur. PlayStation 5 Showcase broadcasts live this Wednesday at 1pm Pacific Time: https://t.co/W4gkVp7pdv pic.twitter.com/Nn33RT0yki— PlayStation (@PlayStation) September 12, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Kynning Sony er á morgun en ekki í dag, eins og stóð fyrst.
Leikjavísir Sony Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent