Doncic fyrstur síðan Duncan afrekaði þetta rétt fyrir aldarmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 07:30 Luka Doncic hefur farið á kostum með liði Dallas Mavericks og bætti sig mikið þrátt fyrir mjög flott nýliðatímabil. Getty/Kevin C. Cox NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020
Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira