Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 27-27 | Fram bjargaði stigi á síðustu stundu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. september 2020 21:00 Fram bjargaði stigi með vítakasti undir lok leiks gegn Aftureldingu í kvöld. Vísir/Bára Þunnskipaðir Mosfellingar hefðu viljað taka bæði stigin gegn Fram í Safamýrinni í kvöld er liðin mættust í annarri umferð Olís-deildar karla. Heimamenn jöfnuðu metin úr vítsakasti undir lok leiks, lokatölur 27-27 og eitt stig á lið verður því að duga að þessu sinni. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað, en náði Afturelding strax tökum á leiknum og þegar 10. mínútur voru búnar af leiknum var staða 2-6, Aftureldingu í vil. Þegar um stundarfjórðungur var búin af fyrri hálfleik voru Frammarar hinsvegar aðeins búnir að spíta í lófanna og minnka muninn í eitt mark. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi Afturelding með tveimur mörkum 13-15. Frammarar komu mun ákveðnari í seinni hálfleik og jöfnuðu metin og komust yfir þegar 10. mínútur voru búnar af seinni hálfleik, 19-18. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega jafn og var hart tekist á varnarlega hjá báðum liðum. Mikill hiti var á loka mínútu leiksins og fékk til að mynda Þorsteinn Leó Gunnarsson beint rautt spjald fyrir brot sitt á Andra Má Rúnarssyni. Frammarar uppskera úr því víti og skoraði Matthías Daðason jöfnunar markið og skyldu því liðin 27-27. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Þetta eru tvö gríðarlega sterk lið sem mættust í kvöld. Það vantaði raun bara þennan herslumun til að vinna leikinn. Varnarleikurinn hjá Aftureldingu var gríðarlega sterkur og sýndi það sig best á fyrstu mínútum leiksins þegar Fram átti erfitt með að koma boltanum inn. En annars heilt yfir vantaði bara þennan herslumun. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram voru það Vilhelm Poulsen og Þorgrímur Smári Ólafsson atkvæðamestir með 5 mörk hvor. Á eftir þeim var það Andri Már Rúnarsson með 4 mörk. Lárus Helgi Ólafsson klukkaði 9 bolta og var með 35% markvörslu. Hjá Aftureldingu voru það Sveinn Andri Sveinsson, Bergvin Þór Gíslason og Úlfar Páll Monsi Þórðarson með 6 mörk. Á eftir þeim var það Þorsteinn Leó Gunnarsson með 4 mörk. Einnig var vörnin heilt yfir gríðarlega góð. Hvað gekk illa? Það er erfitt að segja til um hvað gekk illa á liðunum. Tvö sterk lið að mætast. Það vantaði ákefðina í bæði liðin til að landa sigri. Hvað næst? Afturelding fær Selfoss í heimsókn í Varmá, fimmtudaginn 24. september kl. 19:30. Fram sækir FH heim í Kaplakrika, föstudaginn 25. september kl. 19:30. Gunnar: „Þeir dæmdu þetta frábærlega í dag og voru nánast bestu menn vallarins“ „Ég er ótrúlega svekktur að fá ekki bæði stigin hérna. Við vorum ótrúlega nálægt þessu og við klaufar á loka kaflanum. Það voru þarna nokkur móment í lokinn sem við hefðum getað nýtt betur og klára þetta. „Í heildina var ég ekkert ósáttur við spilamennskuna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni í kvöld. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu Afturelding með tveimur mörkum, 13-15. „Við byrjum bara hálfleikinn aðeins illa, missum kannski aðeins vörnina. Frammararnir eru með frábært lið og þeir stíga þarna aðeins upp og ná góðri siglu og komast yfir.“ „Við komum til baka og vorum komnir aftur yfir. Þá fannst mér við fá færi og annað sóknarlega til að klára þetta. Ég er svekktur að fara með þetta jafnt síðustu mínúturnar að klára þetta ekki aðeins fyrr.“ Gunnar Magnússon er mættur í Mosfellsbæinn.vísir/Eva Björk Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum fékk Þorsteinn Leó Gunnarsson beint rautt spjald fyrir brot á Andra Má Rúnarssyni. „Ég sé þetta ekki nógu vel, eina sem ég hafði athugasemd um er að mér finnst hann setja hausinn mjög neðarlega. En ef að Þorsteinn Leó hefur rifið í hann gróflega eins og þeir segja þá er það mikið reynsluleysi.“ „Ég sagði í time-outinu nokkrum sekúndum fyrr, að við mættum ekki brjóta gróflega ef við skyldum skora snemma. Ef þetta er réttur dómur, sem ég þarf bara að skoða og aðrir að meta þá er þetta náttúrulega bara reynsluleysi en við treystum dómurunum. Þetta er hrikalega svekkjandi, hann er svo langt frá markinu, þar var enginn hætt á ferð þegar við brjótum á honum.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20
Þunnskipaðir Mosfellingar hefðu viljað taka bæði stigin gegn Fram í Safamýrinni í kvöld er liðin mættust í annarri umferð Olís-deildar karla. Heimamenn jöfnuðu metin úr vítsakasti undir lok leiks, lokatölur 27-27 og eitt stig á lið verður því að duga að þessu sinni. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað, en náði Afturelding strax tökum á leiknum og þegar 10. mínútur voru búnar af leiknum var staða 2-6, Aftureldingu í vil. Þegar um stundarfjórðungur var búin af fyrri hálfleik voru Frammarar hinsvegar aðeins búnir að spíta í lófanna og minnka muninn í eitt mark. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi Afturelding með tveimur mörkum 13-15. Frammarar komu mun ákveðnari í seinni hálfleik og jöfnuðu metin og komust yfir þegar 10. mínútur voru búnar af seinni hálfleik, 19-18. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega jafn og var hart tekist á varnarlega hjá báðum liðum. Mikill hiti var á loka mínútu leiksins og fékk til að mynda Þorsteinn Leó Gunnarsson beint rautt spjald fyrir brot sitt á Andra Má Rúnarssyni. Frammarar uppskera úr því víti og skoraði Matthías Daðason jöfnunar markið og skyldu því liðin 27-27. Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Þetta eru tvö gríðarlega sterk lið sem mættust í kvöld. Það vantaði raun bara þennan herslumun til að vinna leikinn. Varnarleikurinn hjá Aftureldingu var gríðarlega sterkur og sýndi það sig best á fyrstu mínútum leiksins þegar Fram átti erfitt með að koma boltanum inn. En annars heilt yfir vantaði bara þennan herslumun. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram voru það Vilhelm Poulsen og Þorgrímur Smári Ólafsson atkvæðamestir með 5 mörk hvor. Á eftir þeim var það Andri Már Rúnarsson með 4 mörk. Lárus Helgi Ólafsson klukkaði 9 bolta og var með 35% markvörslu. Hjá Aftureldingu voru það Sveinn Andri Sveinsson, Bergvin Þór Gíslason og Úlfar Páll Monsi Þórðarson með 6 mörk. Á eftir þeim var það Þorsteinn Leó Gunnarsson með 4 mörk. Einnig var vörnin heilt yfir gríðarlega góð. Hvað gekk illa? Það er erfitt að segja til um hvað gekk illa á liðunum. Tvö sterk lið að mætast. Það vantaði ákefðina í bæði liðin til að landa sigri. Hvað næst? Afturelding fær Selfoss í heimsókn í Varmá, fimmtudaginn 24. september kl. 19:30. Fram sækir FH heim í Kaplakrika, föstudaginn 25. september kl. 19:30. Gunnar: „Þeir dæmdu þetta frábærlega í dag og voru nánast bestu menn vallarins“ „Ég er ótrúlega svekktur að fá ekki bæði stigin hérna. Við vorum ótrúlega nálægt þessu og við klaufar á loka kaflanum. Það voru þarna nokkur móment í lokinn sem við hefðum getað nýtt betur og klára þetta. „Í heildina var ég ekkert ósáttur við spilamennskuna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni í kvöld. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu Afturelding með tveimur mörkum, 13-15. „Við byrjum bara hálfleikinn aðeins illa, missum kannski aðeins vörnina. Frammararnir eru með frábært lið og þeir stíga þarna aðeins upp og ná góðri siglu og komast yfir.“ „Við komum til baka og vorum komnir aftur yfir. Þá fannst mér við fá færi og annað sóknarlega til að klára þetta. Ég er svekktur að fara með þetta jafnt síðustu mínúturnar að klára þetta ekki aðeins fyrr.“ Gunnar Magnússon er mættur í Mosfellsbæinn.vísir/Eva Björk Þegar um ein mínúta var eftir af leiknum fékk Þorsteinn Leó Gunnarsson beint rautt spjald fyrir brot á Andra Má Rúnarssyni. „Ég sé þetta ekki nógu vel, eina sem ég hafði athugasemd um er að mér finnst hann setja hausinn mjög neðarlega. En ef að Þorsteinn Leó hefur rifið í hann gróflega eins og þeir segja þá er það mikið reynsluleysi.“ „Ég sagði í time-outinu nokkrum sekúndum fyrr, að við mættum ekki brjóta gróflega ef við skyldum skora snemma. Ef þetta er réttur dómur, sem ég þarf bara að skoða og aðrir að meta þá er þetta náttúrulega bara reynsluleysi en við treystum dómurunum. Þetta er hrikalega svekkjandi, hann er svo langt frá markinu, þar var enginn hætt á ferð þegar við brjótum á honum.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20
Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti