Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 07:57 Joe Biden á sviði í gær. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05