Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 10:16 Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga og réttlætis en situr þó hvorki í ríkisstjórn né á þingi. Engu að síður er almennt litið svo á í Póllandi að Kaczynski hafi flest völd í höndum sér. AP/Czarek Sokolowski Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni. Pólland Dýr Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni.
Pólland Dýr Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent