Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 10:16 Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga og réttlætis en situr þó hvorki í ríkisstjórn né á þingi. Engu að síður er almennt litið svo á í Póllandi að Kaczynski hafi flest völd í höndum sér. AP/Czarek Sokolowski Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni. Pólland Dýr Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni.
Pólland Dýr Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira