Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 12:00 Leirvík er höfuðstaður Hjaltlandseyja. Á skiltinu má sjá nafnið Leirvík skrifað samkvæmt íslenskum rithætti. Getty/Andrew Milligan. Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli. Bretland Skotland Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli.
Bretland Skotland Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira