Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 12:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Morry Gash Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00
Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57
Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48