Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 12:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Morry Gash Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. Það hefur valdið áhyggjum innan Repúblikanaflokksins því á sama tíma hefur fjáröflun Joe Biden gengið mjög vel og hefur hann til að mynda verið að verja um tvöfalt meira til sjónvarpsauglýsinga en Trump. Samkvæmt frétt Politico mun pólitíska aðgerðanefndin Preserve America byrja að birta minnst þrjár auglýsingar á næstunni, sem allar beinast gegn Biden. Að engu leyti snúa auglýsingarnar að kostum Trump, heldur beinast þær allar gegn Biden og er ætlað að sýna fram á að hann sé ekki hæfur til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Þær eiga að birtast í Arizona, Flórída, Georgíu, Norður-Karólínu, Iowa, Michigan, Pennsilvaníu og Wisconsin. Fjármagnið mun að miklu leyti koma frá auðjöfrunum Sheldon Adelson, sem rekur spilavíti í Nevada, og Bernie Marcus, stofnanda Home Depot verslanakeðjunnar. Preserve America hefur þegar varið um 55 milljónum dala í auglýsingar í þessum mánuði. Auðjöfurinn Michael Bloomberg, sem bauð sig einnig fram til forseta, ætlar sér þó að verja um hundrað milljónum dala í auglýsingar í barátturíkinu Flórída í aðdraganda kosninganna. Til marks um velgengni í fjáröflun Biden þá söfnuðu Demókratar 364,5 milljónum dala í ágúst. Það var nýtt met í fjáröflun í bandarískum stjórnmálum. Trump safnaði einungis 210 milljónum dala í ágúst. Í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði sagði Trump að ástæða þess að hann ætlaði sér að halda ræðu sína við Hvíta húsið, sem er þvert gegn venjum Bandaríkjanna varðandi það að blanda pólitík og ríkisrekstri, væri að það myndi kosta minna. „Ef það er einhver tími þar sem þú vilt ekki að hinir séu að verja meira fé en þú, þá er það þegar minna en 50 dagar eru í kosningar,“ sagði Ken Spain, sem var áður háttsettur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, við Politico. Hann sagði að einkahópar gætu þó fyllt upp í tómarúmið samkvæmt bandarískum kosningalögum og það væri að gerast nú. Forsvarsmenn framboðs Trump hafa þó verið að gagnrýna þessa einkahópa og þá sérstaklega America First Action, sem er helsta pólitíska aðgerðanefnd framboðs Trump. Þeir hafa verið að leita að öðrum til að taka við keflinu og þá stigu meðlimir Preserve America fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00 Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57 Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Bandaríkin: Styttist óðfluga í kosningar Það styttist óðum í forsetakosningar í Bandaríkjunum og loksins hefur okkur tekist að taka upp nýjan þátt Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eftir langar tafir sem má að mestu rekja til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. september 2020 10:00
Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. 18. september 2020 07:57
Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum. 16. september 2020 16:48