„Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 21. september 2020 20:36 Helgu Kristínu var verulega brugðið. Vísir/Egill Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08