Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 12:13 Héraðssaksóknari hefur fengið erindi vegna málsins vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira