Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. september 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins ekki lokið. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00
Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00
Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30