Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. september 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins ekki lokið. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00
Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00
Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30