Minnkandi fylgi VG dregur stjórnarflokkana niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 07:08 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist með minna en tíu prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttblaðsins. Vísir/Vilhelm Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira